Innlent

Sigmundur Davíð: Þarf að sameina þjóðina ekki sundra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

„Ég er reyndar mjög sáttur við ákvörðunina og það þarf að nýta tækifærið til þess að sameina þjóðina en ekki sundra henni," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þar sem hann synjaði lögum staðfestingar varðandi ríkisábyrgð á Icesave.

Hann segir að nú þurfi að kynna afstöðu Íslands fyrir Bretum og Hollendingum og áréttar að Ísland þurfi að standa við sínar skuldindingar. Hann segir að samingar þurfi hinsvegar að vera sanngjarnir.

Hann segist ekki ætla að nota ákvörðun forsetans sem vopn gegn ríkisstjórninni.

„Það er engin þörf á því að hún hrökklist frá vegna þessa máls og nú kemur í ljós að hótanir hennar voru innistæðulausar," segir Sigmundur Davíð sem hefur ekki trú á stjórnarkreppu hér á landi þrátt fyrir niðurstöðu Ólafs Ragnars og spár margra um að ríkisstjórnin lifi ekki synjun forsetans af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×