Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Sigríður Mogensen skrifar 16. september 2010 18:40 Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira