Enski boltinn

Diouf: Ekki erfitt að fara á Anfield og ná hagstæðum úrslitum

Ómar Þorgeirsson skrifar
El-Hadji Diouf í leik með Blackburn.
El-Hadji Diouf í leik með Blackburn. Nordic photos/AFP

Vandræðagemsinn El-Hadji Diouf hjá Blackburn er hvergi banginn fyrir heimsóknina á Anfield-leikvanginn um helgina og telur að gestirnir geti auðveldlega klárað dæmið gegn Liverpool.

Blackburn hefur reyndar ekki unnið á útivelli gegn Liverpool síðan árið 1993 en Diouf, sem lék á tímabili með Liverpool, er mjög bjartsýnn fyrir leikinn og segist jafnfram þrífast á svívirðingum frá stuðningsmönnum andstæðinga Blackburn.

„Það er ekki erfitt að fara á Anfield og ná hagstæðum úrslitum. Það hefur sýnt sig á Englandi, tímabil eftir tímabil, að allir geta unnið alla. Ég hef heldur engar áhyggjur af því þó að sé púað á mann, ég hugsa raunar að ég gæti ekki spilað án þess að heyra svívirðingarnar.

Þetta hjálpar manni að halda áfram inni á vellinum og sýna hvað í manni býr," segir Diouf en hann þarf varla að hafa miklar áhyggjur af því ekki verði púað á hann á Anfield-leikvanginum eftir þessi ummæli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×