Innlent

Hafís ógnar siglingum undan Vestfjörðum

Gissur Sigurðsson skrifar
Ein af íshellunum undan Vestfjörðum.
Ein af íshellunum undan Vestfjörðum. Mynd/Landhelgisgæslan

Hafís er nú 25 til 40 sjómílur út af Vestfjörðum og geta stórar íshellur reynst hættulegar skipum, samkvæmt skeyti frá Landhelgisgæslunni eftir ískönnunarflug í gær. Ísinn er þéttur og sumstaðar orðinn samfrosinn og voru fimm borgarísjakar í ísbreiðunni.

Þeir gnæfðu frá 30 metrum upp í 110 metra upp úr ísbreiðunni. Jakarnir sjást því vel í ratsjá, en hætta getur stafað af þeim þegar þeir fara að brotna. Ekki sjást ísbirnir á jökunum, sem áhöfn þyrlunnar myndaði við góðar aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×