Erlent

ESB sker þorskkvótann um helming

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að þorskkvóti í lögsögu sambandsins verði skorinn niður um hátt í helming á næsta ári í verndunarskyni.

Þetta kemur fram í tillögum, sem kynntar voru í gær, en endanleg ákvörðun verður tekin í næsat mánuði.

Lagt er til að kvóti verði skertur í 64 öðrum tegundum, verði óbreyttur í 23 tegundum, en aukinn í aðeins sex tegundum. Fjölmargar þessara tegunda eru óþekktar hér við land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×