Innlent

Bensín komið yfir 200 krónur

Flotinn verður nú enn dýrari í rekstri.
Flotinn verður nú enn dýrari í rekstri.

Bensín fór aftur yfir 200 krónur í gær, þegar öll olíufélögin hækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur. Verð í sjálfsafgreiðslu á stórum stöðvum losar nú 200 krónur, en er umþaðbil tveimur krónum ódýrara á ómönnuðu stöðvunum. Dísilolían hækkaði líka og er á svipuðu verði. Olíufélögin skýra hækkunina með hækkandi gengi dollars gagnvart krónu, en olíuviðskiptin eru gerð í dollurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×