Erlent

Meira en sjötíu þúsund á flótta

Fjöldi fólks ók í öskuskýi til að flýja eldfjallið. Fréttablaðið/AP
Fjöldi fólks ók í öskuskýi til að flýja eldfjallið. Fréttablaðið/AP
Meira en 70 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldgoss í Merapi-eldfjallinu í Indónesíu. Rýmingarsvæðið var stækkað í gær eftir miklar sprengingar í fjallinu.

Eldfjallið spúði glóandi hrauni marga kílómetra í loft upp í um klukkustund í gær, eftir að hafa gosið stöðugt í rúma viku. Nokkur yfirgefin heimili brunnu til grunna vegna eldglæringa frá fjallinu, sem er eitt af virkustu eldfjöllum heims.

Ekkert hefur heyrst um hvort einhver slasaðist eða lést af völdum eldgossins í gær. Alls hafa 38 látist í hamförunum. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×