Innlent

Mikið af grásleppu í flottroll

Hrognin eru afar verðmæt.fréttablaðið/jse
Hrognin eru afar verðmæt.fréttablaðið/jse

Mikið af grásleppu veiðist sem meðafli í flottroll við síld- og makrílveiðar. Þetta kom fram á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda fyrr í þessum mánuði.

Grásleppuveiðimenn lýstu áhyggjum sínum vegna þessa og töldu brýnt að veiðieftirlit Fiskistofu hefði meira eftirlit með löndun þessara skipa. Aðalfundur LS samþykkti eftirfarandi um málefnið: „Fundurinn lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra hundraða tonna af grásleppu, sem veiðast sem meðafli í flottroll.- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×