Erlent

Vill myrða stofnanda WikiLeaks

Óli Tynes skrifar

Ráðgjafi forsætisráðherra Kanada hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali að réttast væri að myrða stofnanda WikiLeaks vefsíðunnar. Prófessor Tom Flanagan lét þessi orð falla í viðtali við kanadisku fréttastöðina CBC. Hann sagði að réttast væri að Barack Obama forseti sendi leigumorðingja eftir Julian Assagne. Kannski væri líka hægt að nota fjarstýrða flugvél til þess að skjóta eldflaug á hann.

Fréttamaðurinn sem ræddi við Flanagan varaði hann við því að þetta væri nokkuð sterkt til orða tekið. Flanagan svaraði því til að honum liði karlmannlega í dag. Ekki hefur heyrst um viðbrögð Stephens Harper, forsætisráðherra Kanada við þessum ummælum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×