Innlent

Fjölmargir Íslendingar komnir af indíána

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kannski var íslenski indjáninn formóðir Pocahontas.
Kannski var íslenski indjáninn formóðir Pocahontas.
Fyrsti Ameríkaninn sem kom til Evrópu fyrir eitt þúsund árum síðan var líklegast kona sem var rænt og flutt til Íslands. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum DeCode þar sem gen úr áttatíu Íslendingum voru rannsökuð. Sagt er frá rannsókninni í Daily Mail en niðurstöður hennar verða birtar í tímaritinu American Journal of Physical Anthropology.

Niðurstöðurnar þýða að konan, sem hefur verið ambátt, kom til Evrópu fimm öldum áður en Kristófer Kólumbus fór í fræga ferð sína til Ameríku árið 1492. Konan hefur sem sagt verið hér á landi í kringum aldamótin 1000 eða um það leyti sem Íslendingar tóku kristni.

Daily Mail segir að konunni hafi sennilegast verið rænt í Ameríku og hún flutt til Íslands með skipi. Hún hafi síðan alið börn. Hins vegar séu engar ritaðar heimildir um tilvist hennar eða örlög. Fjörtíu kynslóðir afkomenda hennar hafi lifað og í hverri kynslóð hafi verð að minnsta kosti ein kona. Afkomendur konunnar lifðu á Suðurlandi.

Niðurstöðurnar eru enn ein vísbendingin um það að Ameríka hafi verið uppgötvuð löngu áður en Kristófer Kólumbus kom þangað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×