Innlent

Yfirheyrslur haldið áfram hjá sérstökum saksóknara

Ólafur Þór Hauksson rannsakar lánveitingar Glitnis fyrir hrun
Ólafur Þór Hauksson rannsakar lánveitingar Glitnis fyrir hrun

Yfirheyrslur hafa haldið áfram í morgun vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis fyrir hrun. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, var yfirheyrður í 11 klukkustundir í gær.

Hann vildi ekki tjá sig við fjölmiðla að loknum yfirheyrslum. Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um ársreikninga og bókhald.

Alls hafa um 10 manns komið í yfirheyrslu í þessari viku og hafa nokkrir réttarstöðu sakborninga í málinu. Málin sem til rannsóknar eru varða ráðstafanir á fjármunum bankans, en um 70 milljarða króna er að tefla hið minnsta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×