Innlent

Bækur og armbönd til athafna

teygjur
teygjur
Actavis prentar út og gefur öllum gestum og þátttökuaðilum Athafnavikunnar litla bók sem ætluð er til þess að skrá niður hugmyndir og hjálpa fólki að koma þeim í framkvæmd. Bókin er smá í sniðum og er prentuð í tugum þúsunda eintaka.

Allir bæjarstjórar landsins, ráðherrar, formenn stjórnmálaflokka, athafnafólk og fjölmiðlamenn munu fá Athafnateygjuna afhenta í upphafi Alþjóðlegu athafnavikunnar á Íslandi. Það er í þeirra höndum að koma teygjunni áfram og er markmiðið að sem flestir Íslendingar fái teygju í komandi viku. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fær fyrstu teygjuna afhenta við setningarhátíð Athafnavikunnar á mánudaginn í Nauthóli klukkan 17.

Nánari upplýsingar um Athafnateygjuna má finna á www.athafnateygja.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×