Erlent

Slökkvibifreið fældi kýr

Óli Tynes skrifar

Breskur slökviliðsmaður hefur viðurkennt að hafa valdið dauða bónda nokkurs með ógætilegum akstri. Á vefsíðu Sky fréttastofunnar er greint frá því að bóndinn hafi verið að sækja kýr sínar til mjalta. Hann var með um eitthundrað kýr uppi á vegi þegar slökkvibifreiðin kom aðvífandi með blikkandi ljós og sírenur.

Kýrnar fældust og tróðu bóndann undir. Slökkviliðsmaðurinn var upphaflega kærður fyrir manndráp af stórkostlegri vangá. Saksóknari féllst hinsvegar á að slökkviliðsmaðurinn játaði á sig hið minna brot, eða með ógætilegum akstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×