Guðríður Arnardóttir: Gunnar fer með rangt mál Valur Grettisson skrifar 26. nóvember 2010 14:24 Guðríður Arnardóttir svarar Gunnari Birgissyni fullum hálsi. „Hann fer bara með rangt mál," segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, sem svarar Gunnari Birgissyni, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fullum hálsi. Gunnar sakaði meirihlutann um pólitískan ruddaskap þegar honum á að hafa verið vísað út af fundi meirihlutans ásamt minnihlutanum um fjárhagsáætlun bæjarins. Þá var honum synjað um aðgang að starfsfólki bæjarins við gerð eigin fjárhagsáætlunar. Guðríður segir Gunnar ekki lýsa því rétt að honum hafi verið vikið af fundi. „Ég spurði hvort hann ætlaði að sitja með okkur og hann svaraði já. Ég sagði þá að það væri skrýtið þar sem hann hugðist ekki aðstoða við áætlunina," segir Guðríður og bætir við að það sé erfitt að berja saman fjárhagsáætlun og enn erfiðara ef einstaklingur situr þar með yfirlýst markmið að vera á móti. Í kjölfarið yfirgaf Gunnar fundinn að hennar sögn. Aðspurð hvort það væri ekki heldur mikil óbilgirni að meina Gunnari að njóta starfskrafta fjármálastjóra bæjarins svarar Guðríður: „Þetta eru reglur sem hann setti sjálfur í sinni bæjarstjóratíð." Gunnar sagðist hugsanlega ætla að kvarta til sveitarstjórnarráðherra vegna þess að honum væri synjað um aðgang að starfsfólki bæjarins. Geri hann það þýðir það að Gunnar kvartar undan eigin reglum sem hann setti árið 2006. Þegar haft var samband við Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðislfokksins sagðist hann ekki hafa vitað af samskiptum Guðríðar og Gunnars. Ármann segist hafa orðið var við það þegar Gunnar yfirgaf fundinn en taldi sjálfur að það hefði verið vegna þess að hann væri að vinna í eigin fjárhagsáætlun. Það var ekki fyrr en eftir samskiptin sem Ármann segist hafa heyrt hvers kyns var og hringdi hann þá í Gunnar. Þess vegna hafi hann ekki mótmælt því þegar Gunnar fór af fundinum. Tengdar fréttir „Þetta er pólitískur ruddaháttur af verstu sort“ Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Gunnari Birgissyni, var vísað út af fundi eftir bæjarstjórnarfund á þriðjudaginn þegar hefja átti vinnu að fjárhagsáætlun bæjarins. Gunnar fullyrðir þetta sjálfur í samtali við Vísi. 26. nóvember 2010 11:39 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Hann fer bara með rangt mál," segir Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, sem svarar Gunnari Birgissyni, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fullum hálsi. Gunnar sakaði meirihlutann um pólitískan ruddaskap þegar honum á að hafa verið vísað út af fundi meirihlutans ásamt minnihlutanum um fjárhagsáætlun bæjarins. Þá var honum synjað um aðgang að starfsfólki bæjarins við gerð eigin fjárhagsáætlunar. Guðríður segir Gunnar ekki lýsa því rétt að honum hafi verið vikið af fundi. „Ég spurði hvort hann ætlaði að sitja með okkur og hann svaraði já. Ég sagði þá að það væri skrýtið þar sem hann hugðist ekki aðstoða við áætlunina," segir Guðríður og bætir við að það sé erfitt að berja saman fjárhagsáætlun og enn erfiðara ef einstaklingur situr þar með yfirlýst markmið að vera á móti. Í kjölfarið yfirgaf Gunnar fundinn að hennar sögn. Aðspurð hvort það væri ekki heldur mikil óbilgirni að meina Gunnari að njóta starfskrafta fjármálastjóra bæjarins svarar Guðríður: „Þetta eru reglur sem hann setti sjálfur í sinni bæjarstjóratíð." Gunnar sagðist hugsanlega ætla að kvarta til sveitarstjórnarráðherra vegna þess að honum væri synjað um aðgang að starfsfólki bæjarins. Geri hann það þýðir það að Gunnar kvartar undan eigin reglum sem hann setti árið 2006. Þegar haft var samband við Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðislfokksins sagðist hann ekki hafa vitað af samskiptum Guðríðar og Gunnars. Ármann segist hafa orðið var við það þegar Gunnar yfirgaf fundinn en taldi sjálfur að það hefði verið vegna þess að hann væri að vinna í eigin fjárhagsáætlun. Það var ekki fyrr en eftir samskiptin sem Ármann segist hafa heyrt hvers kyns var og hringdi hann þá í Gunnar. Þess vegna hafi hann ekki mótmælt því þegar Gunnar fór af fundinum.
Tengdar fréttir „Þetta er pólitískur ruddaháttur af verstu sort“ Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Gunnari Birgissyni, var vísað út af fundi eftir bæjarstjórnarfund á þriðjudaginn þegar hefja átti vinnu að fjárhagsáætlun bæjarins. Gunnar fullyrðir þetta sjálfur í samtali við Vísi. 26. nóvember 2010 11:39 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Þetta er pólitískur ruddaháttur af verstu sort“ Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Gunnari Birgissyni, var vísað út af fundi eftir bæjarstjórnarfund á þriðjudaginn þegar hefja átti vinnu að fjárhagsáætlun bæjarins. Gunnar fullyrðir þetta sjálfur í samtali við Vísi. 26. nóvember 2010 11:39