Innlent

Kynferðisbrotakærur teknar upp á ný

Julian Assange.
Julian Assange.

Nauðgunarkærur gegn Julian Assange, sem er forsprakki Wikileaks, hafa verið teknar upp á ný eftir að þær voru látnar niður falla í síðustu viku.

Það er sænskur saksóknari sem tekur málið upp eftir að verjandi konu, sem hefur kært Julian fyrir kynferðisofbeldi, áfrýjaði ákvörðuninni um að láta kærurnar niður falla.

Það var saksóknaraembættið í Stokkhólmi sem lét málið niður falla upprunlega.

Julian var í fyrstu eftirlýstur i ágúst fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Þær fregnir rötuðu í heimspressuna en sjálfur sagði Julian að um ófrægingarherferðaf hálfu bandarískra stjórnvalda að ræða.

Ástæðan er sú að Wikileaks hefur birt 75 þúsund leyniskjöl frá bandaríska hernum og hyggst birta 15 þúsunds skjöl til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×