Innlent

Allra augu beinast að Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bessastaðir. Mynd/ GVA.
Bessastaðir. Mynd/ GVA.
Fjölmiðlar allra helstu nágrannaríkja okkar Íslendinga hafa sagt frá ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesavelögum um staðfestingu í dag. Eftir hádegi í dag var fréttin efst á vef bresku BBC fréttastofunnar.

Í fréttinni segir að forsetinn hafi ákveðið að skjóta lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagt er frá því að forsetinn hafi móttekið áskorun frá fjórðungi kosningabærra manna um að synja lögunum staðfestingar. Þeir sem skrifuðu undir telji að íslenskur almenningur sé þvingaður til að greiða fyrir mistök íslensku bankanna.

Reuters segir að Hollendingar og Bretar ætli að krefja íslensk stjórnvöld um skýringar á niðurstöðunni.

Í frétt Bloomberg fréttastofunnar segir að með ákvörðun sinni ógni forsetinn alþjóðasamskiptum Íslands og trufli mörg nauðsynleg mál í efnahagslegri endurreisn landsins.

Danska viðskiptablaðið Börsen segir að Ísland hlaupi frá breskri bankaskuld og Business.dk segir að Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol.

Þá hefur sænski viðskiptavefurinn Dagens Industri það eftir ónafngreindum embættismanni í finnska fjármálaráðuneytinu að ákvörðun forsetans í Icesave málinu gæti seinkað lánunum frá hinum Norðurlöndunum til Íslands.

Búast má við meiri umfjöllun um málið í alheimspressunni þegar fram líður.




Tengdar fréttir

Verdens Gang: Neita að borga kreppuskuld

Ákvörðun forseta Íslands í Icesave málinu er forsíðuefni vefsíðu norska blaðsins Verdens Gang undir fyrirsögninni „Neita að borga kreppuskuld".

Börsen: Ísland hleypur frá breskri bankaskuld

Norrænir fjölmiðlar voru snöggir að greina frá niðurstöðu forsetans í Icesave málinu. Fyrirsögnin á stuttri frétt á börsen.dk er „ Ísland hleypur frá breskri bankaskuld".

Bloomberg: Forsetinn ógnar alþjóðasamskiptum Íslands

Í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að hafna Icesave frumvarpinu segir að með þessari ákvörðun ógni forsetinn alþjóðasamskiptum Íslands og trufli mörg nauðsynleg mál í efnahagslegri endurreisn landsins.

Dagens Industri: Norrænu lánunum gæti seinkað

Sænski viðskiptavefurinn Dagens Industri hefur það eftir ónafngreindum embættismanni í finnska fjármálaráðuneytinu að ákvörðun forsetans í Icesave málinu gæti seinkað lánunum frá hinum Norðurlöndunum til Íslands.

Business.dk: Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol

„Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×