Innlent

Stjórnendur svartsýnir

Höskuldur Kári Schram skrifar
Hannes G. Sigurðsson.
Hannes G. Sigurðsson.

Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru jafn svartsýnir á þróun efnhagsmála í dag og þeir voru í miðju hruninu. Aðeins tuttugu og fimm prósent telja að ástandið eigi eftir að lagast á næstu sex mánuðum.

Þetta kemur fram í reglubundinni könnun capacent sem nær til stjórnenda fjögur hundruð stærstu fyrirtækja landsins.

Nærri 84 prósent telja að aðstæður nú séu slæmar, 15 prósent að þær sé hvorki góðar né slæmar en nánast enginn að þær séu góðar.

Spurður hvort stjórnendur séu jafn svartsýnir í dag og þeir voru í miðju hruninu svarar Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins:

„Já þessar kannanir sem eru gerðar á þriggja mánaða fresti þær eru allar sömu lund, og eru búnar að vera frá miðju ári 2008. að mönnum líst mjög illa á núverandi ástand en eru heldur bjartsýnni þegar þeir líta fram á veginn."

Meirihluti stjórnenda telur að ástandið eigi ekki eftir lagast á næstu sex mánuðum. þrjátíu prósent telja að ástandið eigi eftir að versna. Hannes telur að ríkjandi óvissa með skuldauppgjör fyrirtækja ráði þar miklu.

„Fyrri kannanir hafa sýnt að fjárfestingaráform eru ákaflega lítil, og ráðningaráform valda einnig vonbrigðum þar sem svo virðist sem fleiri ætli að segja upp fólki heldur en ráða," segir Hannes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×