Innlent

Einhverjir lagðir í einelti í Áramótaskaupinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Björn Guðmundsson segist gera ráð fyrir að Skaupið verði mjög skemmtilegt. Mynd/ Heiða.
Gunnar Björn Guðmundsson segist gera ráð fyrir að Skaupið verði mjög skemmtilegt. Mynd/ Heiða.
Þeir sem hafa verið áberandi í íslensku samfélagi í ár geta farið að skjálfa á beinunum. Í það minnsta játar leikstjóri Áramótaskaupsins því að einhverjir verið lagðir í einelti, þegar hann er spurður út í málið. „Já, það er alltaf tekið á einhverjum. Þeir sem hafa verið fyndnastir á árinu, þeir fá mest," segir Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri.

Hann segir að vinnan við Skaupið gangi vel en henni muni ekki ljúka fyrr en á gamlársdag. Gunnar vill ekki veita neinar upplýsingar um vinnuna. „Maður náttúrlega segir sem allra minnst," segir Gunnar. Hann á þó von á góðri skemmtun. „Já, þetta verður mjög skemmtilegt Skaup held ég," segir Gunnar og bætir við að allir sem hafi komið að vinnunni hafi lagt sig mikið fram.

Gunnar var leikstjóri Áramótaskaupsins í fyrra, sem þótti heppnast með miklum ágætum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×