Innlent

Tveir lögreglumenn hafa hætt vegna slysa í starfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á undanförnum árum hafa tveir lögreglumenn þurft að láta af störfum þar sem örorka þeirra háði þeim það mikið við störf. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Vísis slösuðust mennirnir í starfi.

Samkvæmt skýrslu Ríkislögreglustjóra fækkaði tilfellum þar sem lögreglumenn sóttu um bætur vegna ofbeldis úr 23 árið 2008 í 12. Tilfellum þar sem lögreglumenn sóttu um bætur vegna slysa fækkaði úr 19 árið 2008 í ellefu í fyrra.


Tengdar fréttir

Sérsveitin send út 300 sinnum í fyrra

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var send út 293 sinnum í fyrra. Hún var oftast send út í janúar, eða 45 sinnum en næstoftast í ágúst eða 41 sinni. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×