Erlent

Kate fékk trúlofunarhring Díönu

Óli Tynes skrifar
Vilhjálmur og Kate Middleton.
Vilhjálmur og Kate Middleton.

Vilhjálmur prins hefur upplýst að hann hafi gefið Kate Middleton trúlofunarhring móður sinnar þegar hann bað hennar fyrr á þessu ári. Hringurinn er skreyttur bláum safírum og demöntum. Karl erfðaprins gaf Díönu prinsessu hann í febrúar árið 1981. Vilhjálmur sagðist hafa flækst með hringinn í bakpoka sínum vikum saman áður en honum þótti rétta augnablikið vera komið þar sem þau voru á ferð í Kenya.

Fréttin um trúlofunina fór eins og eldur í sinu um allan heim. Svo virðist sem hún þyki hið besta mál því sjónvarpsþulir hvarvetna brostu út að eyrum þegar þeir hurfu frá alvarlegri málum til þess að segja tíðindin.

Ekki síst átti þetta við í Bandaríkjunum. Þar var trúlofunin raunar fyrsta frétt í flestum fjölmiðlum, enda virðist breska konungsfjölskyldan á einhvern hátt heilla Bandaríkjamenn upp úr skónum. Allavega fékk unga parið heillaóskir hvaðanæva úr heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×