Innlent

Ákvörðun um gæsluvarðhald í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ákvörðun verður tekin um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manni á fertugsaldri vegna árásar á karlmann á sextugsaldri í Þingholtunum í gær.

Meintur árásarmaður var handtekinn á heimili sínu í Vesturbænum ásamt konu sem var þar stödd með honum. Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi með höfuðáverka eftir árásina. Árásarmaðurinn sem játaði sök og árásarþolinn eru tengdir fjölskylduböndum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Þá verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólki sem grunað er um líkamsárás í Hafnarfirði í gær. Sex manns voru handteknir vegna þess máls.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×