Innlent

Borgarstjórinn kominn með nóg af rafbílnum

Valur Grettisson skrifar
Rafbíll í viðgerð. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns, pirraður á miðstöðinni.
Rafbíll í viðgerð. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns, pirraður á miðstöðinni.

„Þessi rafmagnsbíll er ekki alveg að ganga. Miðstöðin frekar slök og við Björn búnir að vera fárveikir," skrifar Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur í dagbók sína á Facebook.

Svo virðist sem það sé skammt stórra högga á milli hjá borgarstjóranum því rafbíll sem hann hefur ekið um götur Reykjavíkur á, hefur ekki reynst honum vel.

Hann virðist vera orðinn veikur af lélegri miðstöð bílsins sem og aðstoðarmaður hans, S. Björn Blöndal, en það hefur verið ansi kalt í veðri undanfarið.

Þess má geta að borgarstjórinn er nýrisinn upp úr alvarlegum veikindum sem hann hlaut eftir að hann fékk sér húðflúr. Þá var honum gefið pensilín en í ljós kom að hann hafði ofnæmi fyrir því. Þurfti hann því að dvelja á spítala í nokkra daga.

En þá var þrautagöngu borgarstjórans ekki lokið.

Hann var á leiðinni í HR þegar það sprakk á bílnum. Eða eins og borgarstjórinn skrifar sjálfur:

„Svo sprakk á honum í fyrrakvöld og við þurftum að labba í HR eins og hálfvitar til að vígja viðbyggingu. Verð að finna einhverja aðra lausn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×