Kjörstjórnin í Laugardalnum hvetur kjósendur, sem koma því við, að koma ekki á bílum heldur fótgandi eða á hjólum. Ástæðan er sú að það er gríðarlega mikið um að vera í Laugardalnum auk kosninganna.
Meðal annars heldur Stöð 2 mikla hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þá er einnig fótboltamót í gangi. Þetta hefur orðið til þess að litið er um stæði í dalnum og að sögn kjörstjórnar hefur það reynst eldra fólki erfitt.
Því vill kjörstjórnin koma þeim vinsamlegu tilmælum til almennings að koma á kjörstað bíllausir.