Innlent

Eyðum minna í félagsvernd en nágrannalöndin

Íslendingar eyddu hlutfallslega minna í málefni aldraðra árið 2008 en nágrannalöndin
Íslendingar eyddu hlutfallslega minna í málefni aldraðra árið 2008 en nágrannalöndin

Útgjöld til félagsverndar á Íslandi árið 2008 námu 325,6 milljörðum króna eða 21,8% af landsframleiðslu.

Þetta er hlutfallslega minna en hjá nágrannalöndum okkar. Í Danmörku er þetta hlutfall 28,9%, í Svíþjóð 28,8%, í Noregi 24% og í Færeyjum og Finnlandi 25,6%.

Um 40% útgjaldanna á Íslandi árið 2008 voru vegna heilbrigðismála, en það samsvarar 8,8% af landsframleiðslu.

Þetta kemur fram í ritinu Social tryghed i de nordiske lande 2008/09, sem gefið er út af Norrænu hagskýrslunefndinni á sviði félags- og tryggingarmála.Í ritinu er að finna samanburð á velferðarþjónustu/félagsvernd milli Norðurlandanna. Þar er fjallað um aðgerðir opinberra aðila og einkaaðila sem miða að lífskjarajöfnun og að því að létta byrðum af heimilum og einstaklingum vegna fjárhagslegrar íþyngingar eða tekjumissis. Greint er frá niðurstöðunum á vef Hagstofunnar.

Þar má sjá að hlutfallið er lægst á Íslandi þegar kemur að útgjöldum til aldraðra eða 4,9% af landsframleiðslu samanborið við 11,1% í Danmörku, 8,4% í Færeyjum, 8,9% í Finnlandi, 6,7% í Noregi og 11,5% í Svíþjóð.

Sjá frétt á vef Hagstofunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×