Innlent

Nágranninn kom í veg fyrir innbrot

Grindavík.
Grindavík. Mynd/Rósa
Íbúi við Baðsvelli í Grindavík kom líklega í veg fyrir að brotist var inn hjá nágranna hans í morgun. Nágranninn varð var við grunsamlegar mannaferðir í götunni og hringdi á lögregluna.

Þrír lögreglubílar voru sendir á staðinn og voru þá tveir menn af erlendu bergi brotnir á þvælingi í kringum íbúðarhús í götunni. Kúbein og fleiri tól fundust í fórum þeirra og gáfu þeir afar ótrúverðugar skýringar á ferðum sínum, og voru þeir því handteknir í kjölfarið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Þar segir að lögreglan hvetji fólk til að hafa augun hjá sér og tilkynna strax til lögreglu ef það verður var við grunsamlegar mannaferðir en innbrot hafa verið tíð að undanförnu á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×