Innlent

100% hækkun á umframvistun í Garðabæ

Frá 1. janúar kostar auka klukkustund umfram 8 tímana 6400 krónur á mánuði í Garðabæ
Frá 1. janúar kostar auka klukkustund umfram 8 tímana 6400 krónur á mánuði í Garðabæ Mynd úr safni
Gjald fyrir vistun barna á leikskóla í Garðabæ, umfram átta klukkustundir, hækkar um hundrað prósent þann 1. janúar. Auka klukkustund kostar frá þeim tíma 6400 krónur á mánuði, auka hálftími 3200 krónur og greiða þarf 1600 krónur fyrir auka korter.

Einnig hækkar fæðisgjald á leikskólum Garðabæjar um áramótin, úr 4370 krónum í 6200 krónur.

Systkinaafsláttur fyrir þriðja barn lækkar, úr 75% afslætti og í 50% afslátt.

Breytingarnar á gjaldskránni voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar þann 16. desember.

Enginn breyting verður hjá námsmönnum í bili en foreldrar sem eru með námsmannaafslátt verða að skila inn staðfestingu skóla á fullu námi í byrjun janúar til leikskólafulltrúa á bæjarskriftofu Garðabæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×