Innlent

Enn verið að yfirheyra - enginn gistir fangageymslur

Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að yfirheyrslum vegna rannsóknar embættisins á Glitnismálinu sé ekki enn lokið. Hann á von á því að yfirheyrslum verði lokið um miðnætti.

Þá segir hann að ekki liggi fyrir neinar beiðnir um gæsluvarðhald eins og sakir standa núna. Rannsókn embættisins mun halda áfram á morgun.

Eins fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru húsleitir framkvæmdar á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofu Pálma Haraldssonar og heimili Lárusar Welding. Rannsóknin tengist lánveitingum Glitnis og nemur fjárhæð viðskiptanna um sjötíu milljörðum króna.

Aðgerðir sérstaks saksóknara voru mjög umfangsmiklar, en alls tóku um 70 manns þátt í aðgerðunum frá sjö embættum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×