Innlent

Ögmundur: Fullkomlega rökrétt ákvörðun

Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands og eindreginn andstæðingur Icesave-samningsins eins og hann lítur út í dag segir að ákvörðun Ólafs Ragnars um að neita að skrifa undir Icesave lögin sé fullkomlega rökrétt.

„Ég sé ekki hvernig hann gat komist að annari niðurstöðu," segir Ögmundur og bendir á að fjórðungur kosningabærra manna hafi óskað eftir því að málinu yrði skotið til þjóðarinnar. Hann segir að næstu skref hljóti að verða þau að ganga frá praktískum málum varðandi útfærslu á þjóðaratkvæðagreiðslunni og sennilega þarf að samþykkja lög þar að lútandi.

Ögmundur segist eindregið þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi ekki að tengja líf sitt samningnum. Hún hafi verið mynduð til þess að vernda velferðarkerfið á Íslandi og hann segist sannfærður um að núverandi stjórnarmynstur sé best til þess verks fallið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×