Innlent

Ívið minni kjörsókn á Selfossi - Eyrarbakki sker sig þó úr

Ölfusárbrú. Kosning hefur gengið þokkalega í Árborg.
Ölfusárbrú. Kosning hefur gengið þokkalega í Árborg.

Alls höfðu 40,6 prósent íbúa í Árborg greitt atkvæði klukkan fjögur í dag. Það gera 2217 einstaklingar en alls eru 5450 á kjörskrá í Árborg. Fyrir fjórum árum síðan, eða í síðustu sveitarstjórnarkosningum, höfðu 43,6 prósent kosið á sama tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá Ingimundi Sigurmundssyni, formanni kjörstjórna,r þá sker Eyrarbakki sig úr varðandi kjörsókn. Þar höfðu 47 prósent bæjarbúa greitt atkvæði klukkan fjögur. Þátttaka þeirra var einnig góð fyrir fjórum árum síðan.

Þá hefur allt gengið að óskum á kjörstöðum í Árborg að sögn Ingimundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×