Erlent

Táningsstúlka sett upp í bíl

Óli Tynes skrifar
Stúlkan var hlekkjuð, pyntuð og nauðgað.
Stúlkan var hlekkjuð, pyntuð og nauðgað.

Foreldrar í tveim frönskum fjölskyldum eru fyrir rétti vegna dóttur á táningsaldri sem var notuð sem gjaldmiðill í bílakaupum. Dótturinni var misþyrmt og nauðgað í þrjú ár áður en upp komst um viðskiptin. Önnur fjölskyldan setti dótturina upp í kaup á bíl af hinni fjölskyldunni.

Dóttirin var metin á 600 sterlingspund eða um 108 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem tók við stúlkunni hlekkjaði hana í kofaskrifli. Auk þess að pynta hana og svelta var karlmönnum seldur aðgangur að henni til að nauðga. Þegar stúlkan varð alvarlega veik var henni hent út úr bíl fyrir framan sjúkrahús í París. Þá loks komst lögreglan í málið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×