Innlent

Ekkert gagn unnið með hrópum á þingmenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson gagrnýnir mótmælendur á Alþingi í dag. Mynd/ Pjetur.
Bjarni Benediktsson gagrnýnir mótmælendur á Alþingi í dag. Mynd/ Pjetur.
Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að standa vörð um störf og starfsfrið Alþingis, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á facebooksíðu sinni í kvöld.

Bjarni segir að það sama gildi um hróp og köll af áhorfendapöllum, eins og áttu sér stað í dag, og árásir á þinghúsið. Með slíku sé ekki unnið nokkurt einasta gagn.

Slíta þurfti þingfundi á Alþingi í dag og rýma áhorfendapalla eftir að stuðningsmenn níumenninganna, sem ákærðir hafa verið fyrir árás á Alþingi, gerðu hróp að forseta Alþingis. Til átaka kom fyrir utan Alþingishúsið á milli lögreglumanna og mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×