Innlent

Erfitt að finna eldsupptök á Laugavegi 40

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkvilið að störfum í nótt.
Slökkvilið að störfum í nótt.

Allt slökkvilð á höfuðborgarsvæðinu var sent að húsinu við laugaveg 40 um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur tilkynntu um mikinn reyka upp úr þaki hússins.

Nálæg hús voru rýmd í öryggisskyni þar sem talsverðan tíma tók að finna upptök eldisns. Þau reyndust vera í risinu, þar sem reykháfur er upp úr þakinu. Aðstæður voru mjög erfiðar og þurfti að kalla út frívaktarmenn til að rífa járn af þakinu til að geta slökkt í einangrun.

Við það verk slasaðist einn slökkviliðsmaður og var fluttur á slysadeild, þar sem hann dvaldi í nótt, en mun þó ekki vera alvarlega slasaður. Slökkvistarfi lauk upp úr miðnætti, en slökkviliðið hafði vakt á brunastað í nótt. Eldsupptök eru ókunn.-

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×