Innlent

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur Sigfússon lagði fram frumvarpið í dag.
Steingrímur Sigfússon lagði fram frumvarpið í dag.
Frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki var dreift á Alþingi í dag. Ráðherra gerir ráð fyrir að með frumvarpinu sé hægt að afla ríkinu einum milljarði króna í viðbótartekjur.

Samkvæmt greinagerð með frumvarpinu er markmiðið að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins. Hins vegar að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt á skuldir þeirra vegna þeirrar kerfisáhættu með tilheyrandi kostnaði sem áhættusöm starfsemi þeirra geti haft í för með sér fyrir þjóðarbúið.

Samkvæmt frumvarpinu verður skattskyldan hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa fengið starfsleyfi sem viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki eða verðbréfafyrirtæki og öðrum þeim aðilum sem fengið hafa leyfi til að taka við innlánum eða stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×