Erlent

Stofnandi Facebook maður ársins hjá Time

Skjáskot af vef Time

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur verið valinn maður ársins hjá bandaríska tímaritinu Time.

Lengi vel var talið að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hreppti þennan titil en í kosningu á vef Time var Assange með yfirburða kosningu. Ritstjórn Time hafði þó lokaorðið um hver varð fyrir valinu og ræddi hún meðal annars við fyrri verðlaunahafa áður en hún komst að niðurstöðu.

Zuckerberg er aðeins 26 ára gamall en hann kom að stofnum Facebook þegar hann var nemandi við Harvard árið 2004.

Fyrr á þessu ári komst hann í fyrsta skipti inn á lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu Bandaríkjamennina.

Heimskort sem sýnir vinasambönd á Facebook. Hér sést greinilega hvernig fólk í öllum heimshornum tengist á vef Zuckerberg.

Árið hefur verið viðburðaríkt í herbúðum Facebook. Vefurinn náði 500 milljón notendum í sumar og hefur haldið áfram að vaxa með undraverðum hætti.

Þá var Zuckerberg sjálfur aldeilis í sviðsljósinu út um allan heim vegna Hollywood-myndarinnar The Social Network. Hún fjallar um upphafsár Facebook og deilur Zuckerberg við nokkra samstarfsmenn sína.

„Einn af hverjum tíu jarðarbúum er á Facebook. Þessi árángur náðist þrátt fyrir að vefurinn er bannaður í Kína þar sem einn fimmti jarðarbúa býr,“ segir Richard Stengel, ritstjóri Time.

Teboðshreyfingin bandaríska var í öðru sæti í valinu. Svo komu Julian Assange, Hamid Karzai forseti Afganistan og sílesku námumennirnir 33.

Smellið hér til að sjá umfjöllun Time um mann ársins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×