Innlent

Ökumenn varaðir við hálku

Farið varlega.
Farið varlega.

Ökumenn þurfa að vara sig á hálku á helstu vegum, þó ekki sé ófært víða samkvæmt Vegagerðinni. Það eru hálkublettir á Bláfjallavegi, Mosfellsheiði og Holtavörðuheiði og hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Vestfjörðum.

Verið er að moka í Ísafjarðardjúpi þar sem enn er þungfært á kafla. Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir á flestum leiðum.

Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi. Á Norðaustur- og Austurlandi er verið að hreinsa vegi og opna þar sem einhver fyrirstaða er.

Enn er ófært á Hálsum, Vopnafjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Á Suðausturlandi er ýmist hálka eða hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×