Innlent

LÍÚ: Allt eftirlit með sjávarútvegi flutt í ríkisforsjá

Matvælastofnun, MAST, tilkynnti skoðunarstofum þann 23. nóvember sl. að stofnunin muni ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávar­útvegs­fyrirtækjum frá og með 1. mars 2011. Með ákvörðun sinni hafa stjórnvöld hafnað vilja LÍÚ, SF og SA, og tilmælum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, um að viðhalda ætti núverandi skoðunarstofufyrirkomulagi í sjávarútvegi og ákveðið að snúa alfarið til ríkisrekins eftirlits.

Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að allt fá því fyrsta matvælafrumvarpið var lagt fram á Alþingi vorið 2008 hafa LÍÚ ásamt SF og SA lagt til að núverandi skoðunarstofufyrirkomulag í sjávarútvegi haldi sér. Samtökin hafa vísað til þess að skapast hafi löng reynsla af þjónustu skoðunarstofa, almenn ánægja hafi verið með þetta fyrirkomulag í greininni.

Í meðförum matvælafrumvarpsins fyrir Alþingi tók sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd undir okkar sjónarmið. Í reglum ESB er heimildarákvæði um að stjórnvaldi sé heimilt að framselja framkvæmd eftirlitsins til faggilts aðila, en ágreiningur hefur verið um túlkun reglna ESB að þessu leyti.

„Það er álit okkar að í öllu falli hafi MAST verið heimilt að gera samninga við skoðunarstofurnar um að þær gegndu sínu hlutverki áfram í umboði MAST. Sjónarmiðum okkar hefur ítrekað verið komið á framfæri við meðferð málsins, bæði í meðförum Alþingis og í samskiptum við stjórnsýsluna. Ákvörðun MAST um taka alfarið yfir eftirlitið eru því ákveðin vonbrigði." segir Friðrik Friðriksson lögfræðingur LÍÚ.

Núverandi fyrirkomulag eftirlits með sjávarafurðum hefur verið við lýði frá árinu 1993. Árið 1998 var kerfið endurskoðað og gerð krafa um faggildingu skoðunarstofanna. Henni er ætlað að tryggja hlutleysi og hæfni skoðunar­aðilans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×