Erlent

Er hákarlinn grimmi frá Ísrael?

Óli Tynes skrifar

Egyptar telja mögulegt að Ísraelar hafi sent hárkarlinn sem undanfarna daga hefur ráðist á fimm manneskjur sem voru á sundi undan strönd Sharm El-Sheik á Sinai skaga. Bærinn er vinsæll ferðamannastaður og þeir sem urðu fyrir árásunum voru allir ferðamenn. Fjórir sluppu mikið slasaðir, tveir þeirra misstu handleggi. Sá fimmti, fullorðin þýsk kona beið bana.

Sýslumaðurinn á Sinai skaga sagði við egypska fjölmiðla að það taki tíma að kanna hvort ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi fleygt hákarlinum þarna í hafið til þess að skaða ferðaþjónustuna í Egyptalandi. Málið sé allt hið undarlegasta. Þarna hafi á fáum dögum orðið fleiri hákarlaárásir sem samanlagt síðastliðinn fimmtán ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×