Innlent

Hafnar gagnrýni á skipan sonar síns

Jón 
Bjarnason
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason, sjávar- og landbúnaðarráðherra var gagnrýndur á Alþingi í gær fyrir að skipa Bjarna son sinn í starfshóp um dragnótaveiðar í Skagafirði.

Efaðist Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, um hæfi Bjarna vegna fyrri aðkomu hans að málaflokknum sem sveitarstjórnarmaður og vildi að ráðherrann svaraði því hvort hann teldi skipan sonarins vera góða stjórnsýslu.

Í yfirlýsingu sem Jón Bjarnason sendi frá sér í gær segir ráðherrann að það hafi ekki verið hann sem ákvað hverjir tóku sæti í starfshópnum heldur hafi viðkomandi verið tilnefndir af Hafrannsóknastofnun, sjávarlíftæknisetrinu BioPol og Veiðimálastofnun. Bjarni sem er fiskifræðingur var tilnefndur af Veiðimálastofnun.

„Þá er rétt að það komi fram að umræddur starfshópur er ekki launaður sérstaklega heldur er um að ræða fast starf viðkomandi fyrir ofantaldar stofnanir,“ segir í yfirlýsingu ráðherrans.

Til harðra orðaskipta kom um málið í gær sem náðu hámarki þegar Siv Friðleifsdóttir, varaforseti Alþingis, vék Jóni úr ræðustóli fyrir að virða ekki tímamörk. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×