Erlent

Miklar vetrarhörkur herja á Bandaríkjamenn

Miklar vetrarhörkur herja nú á íbúa í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Blindbylur geysaði í Illinois, Iowa, Michigan, Minnesota og Wisconsin um helgina.

Samkvæmt frétt um málið á CNN mældist nær 60 sentimetra jafnfallinn snjór víða í þessum ríkjum. Loka varð alþjóðaflugvellinum O´Hara við Chicago og fella niður brottfarir og komur tæplega 1.400 flugvéla í gær.

Þá hrundi þakið á Metrodome leikvellinum í Minneapolis undan snjóþunganum þannig að aflýsa þurfti leik Minnesota Vikings og New York Giants í NFL deildinni.

Truflanir á samgöngum hafa víða komið upp sem og rafmagnsleysi í þessum vetrarhörkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×