Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu handtekinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Invo Sanader var handtekinn í Króatíu. Mynd/ afp.
Invo Sanader var handtekinn í Króatíu. Mynd/ afp.
Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, Ivo Sanader, var handtekinn í Austurríki í dag.

Hann var eftirlýstur vegna gruns um að hafa brotið af sér í opinberu starfi. Sanader flúði frá Króatíu í gær, rétt eftir að króatíska þingið hafði numið úr gildi friðhelgi hans gagnvart lögsóknum og handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Sanader fullyrðir að ásakanir á hendur honum séu pólitísks eðlis og neitar ásökunum um spillingu.

BBC fréttastofan segir að það komi nú í hlut dómara í Austurríki að ákveða hvort Sanader verður framseldur til Austurríkis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×