Innlent

Á fljúgandi ferð á Reykjanesbrautinni

Íslensk umferðarlög munu væntanlega teygja arma sína til útlanda, eftir að lögreglan stöðvaði erlendan ferðamann á Reykjanesbraut í gær eftir að hafa mælt bílaleigubíl hans á tæplega 200 kílómetra hraða.

Þar með sprengdi hann sektarskalann fyrir hraðakstur, þannig að ekki var hægt að sekta hann, en málið fer þess í stað fyrir dómstóla, sem munu krefjast fullnustu dómsins í heimalandi mannsins.

Hann var hisnvegar sviftur ökuréttindum á staðnum og fór svo í leigubíl síðasta spölinn upp í flugstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×