Innlent

Innkalla kindakæfu

Gamaldags kindkæfan hefur verið innkölluð vegna þess að á umbúðum hennar eru ekki tilgreindir ofnæmis- og óþolsvaldar hennar.
Gamaldags kindkæfan hefur verið innkölluð vegna þess að á umbúðum hennar eru ekki tilgreindir ofnæmis- og óþolsvaldar hennar.
Norðlenska, Kjötvinnslan hefur ákveðið að innkalla KEA gamaldags kindakæfu með strikamerkinu 5690600705198. Það er gert vegna þess að á umbúðum vörunnar eru ekki tilgreindir ofnæmis- og óþolsvaldar hennar.

Varan inniheldur kryddblöndu með innihaldsefnunum hveiti, sojaprótein og sellerí. Þessi efni eru ekki tilgreind í innihaldslýsingu kæfunnar.

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Þar sem hveiti, soja og sellerí eru þekktir ofnæmis- og óþolsvaldar er varan varasöm fyrir ákveðna neytendahópa.

Í tilkynningu segir að varan sé skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir hveiti, soja og sellerí eða afurðum úr þeim.

Vara framleidd fyrir 11.11.2010 hefur verið tekin úr sölu í verslunum.

„Þeir neytendur sem kunna að eiga vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti, soja eða sellerí eru beðnir um að hafa samband við Norðlenska í síma 840-8883 eða í gegnum netfangið sigurgeir@nordlenska.is," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×