Erlent

Saan Su Kyi að losna úr prísund sinni

Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma bíða nú í ofvæni, en hún sleppur líklega úr fangelsi á morgun. Nýjustu fregnir herma að yfirvöld hafi heimilað lausn hennar.

San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í rúmlega 15 ár af síðustu tuttugu. Henni var meinuð þáttaka í kosningunum sem fram fóru í landinu um síðustu helgi. Síðast var hún dæmd í fangelsi árið 2003. Hún átti að losna í ágúst en herforingjastjórnin framlengdi dóminn þegar bandarískur ferðamaður komst óséður til hennar með því að synda yfir stöðuvatn og banka upp á, óboðinn.

Lögfræðingur hennar segir nú að sú framlenging renni út á morgun og því hafi yfirvöld enga ástæðu til að halda henni lengur.Þegar hjún losnar ætlar Suu Kyi, sem er 65 ára gömul, að berjast fyrir því að ásakanir á hendur herforingjunum um að þeir hafi falsað kosningaúrslitin um síðustu helgi verði rannsakaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×