Innlent

Laumufarþeginn sagðist vera sonur Obama

Maður sem var tekinn á athafnasvæði Eimskipa í nótt þegar hann ætlaði að reyna að komast um borð í skip á leið til Kanada segist sonur Barack Obama bandaríkjaforseta.

Öryggisverðir á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn handsömuðu manninn í nótt. Hann var skilríkjalaus og gaf lögreglu hinar furðulegustu skýringar á ferðum sínum. Meðal annars að hann væri sonur Obama bandaríkjaforseta.

Maðurinn var nestaður drykkjarvatni og döðlum, sem hann hefur væntanlega ætlað að neyta á leið sinni yfir hafið en skipið sem hann reyndi að komast í var á leið til Kanada.

Lögreglan eyddi deginum í að komast að því hver þessi dularfulli maður raunverulega er. Fullvíst er talið þetta sé hælisleitandi sem kom til landsins þann 29. september síðastliðinn og hefur dvalið á Fitjum í Reykjanesbæ síðan, á meðan mál hans er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann strauk hins vegar nýlega þaðan og fannst sem fyrr segir í nótt.

Hann hefur nú verið fluttur á Stuðla þar sem hann verður vistaður í læstri geysml eins og það er orðað en það er gert því talið er hann maðurinn sé ekki nema 16 ára. Það er þó ekki fullvitað því maðurinn hefur nánast engar upplýsingar gefið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×