Erlent

Leyfið okkur að stúta þeim

Óli Tynes skrifar
Kínversk kona leidd til aftöku.
Kínversk kona leidd til aftöku.

Bandaríkin, Íran, Libya og Kína tóku höndum saman á Allsherjarþingi Sameinuðu-þjóðanna í gær. Það telst óneitanlega til tíðinda þar sem ekki er sérlega kært með þessum löndum. En í gær greiddu þau öll atkvæði gegn tillögu um að banna dauðarefsingar tímabundið. Eitthundrað og sjö lönd greiddu atkvæði með tillögunni. 38 voru á móti og 36 sátu hjá.

Tillögunni er ætlað að vera skref í þá átt að dauðarefsingar verði endanlega lagðar af. Hún hefur verið að velkjast á Allsherjarþinginu í nokkur ár. Og þótt hún hafi ekki enn verið samþykkt fjölgar hægt og rólega þeim ríkjum sem styðja hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×