Erlent

Síðbúinn jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi

Framhliðar verslanna skemmdust auk þess sem verslunarmiðstöð var rýmd.
Framhliðar verslanna skemmdust auk þess sem verslunarmiðstöð var rýmd.

Sterkur jarðskjálfti reið yfir borgina Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi. Skjálftinn átti uppruna sinn aðeins fimm kílómetrum frá borginni og telja jarðskjálftafræðingar að um eftirskjálfta sé að ræða.

Skjálftinn nú mældist 4,9 á richter. Enginn slasaðist í skjálftanum og eru skemmdir á mannvirkjum óverulegar.

Skjálftinn nú kemur um fjórum mánuðum eftir að annar skjálfti, sem mældist 7,1 á ricther, reið fyrir borgina.

Þá slösuðust tveir Nýsjálendingar og eldri byggingar gjöreyðilögðust.

Það þykir mikil mildi að enginn hafi slasast í skjálftanum í gærkvöldi en jólaútsölur eru að hefjast í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, því voru margir á ferli þegar skjálftinn skók jörðu.

Þannig var verslunarmiðstöð rýmd eftir skjálftann auk þess sem framhliðar einhverra verslanna skemmdust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×