Erlent

Grunaður um fleiri morð

Peter Mangs kom fyrir dómara í vikunni og var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.
nordicphotos/AFP
Peter Mangs kom fyrir dómara í vikunni og var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. nordicphotos/AFP

Peter Mangs, 38 ára Svíi sem handtekinn var um síðustu helgi grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undanfarið ár, er einnig talinn sekur um fleiri óupplýst morð frá fyrri árum.

Þar á meðal er hann grunaður um morð á tveimur mönnum í Malmö árið 2003, en þeir voru báðir af erlendum uppruna rétt eins og fólkið sem hann hefur skotið á undanfarið.

Saksóknaraembættið í Malmö hefur gagnrýnt fjölmiðla fyrir að birta myndir af manninum. Þar með verði tilgangslítið að biðja vitni um að bera kennsl á manninn.

Hann neitar enn allri sök þannig að málatilbúnaður gegn honum þarf að byggja á öðrum sönnunargögnum. Samkvæmt sænskum fjölmiðlum hefur lögreglu tekist að tengja að minnsta kosti aðra af tveimur byssum, sem hald var lagt á á heimili mannsins, við eina eða fleiri af þeim skotárásum, sem hann er grunaður um.

Maðurinn, sem er 38 ára, hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og mun einnig gangast undir geðrannsókn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×