Innlent

Ný tækni Gæslunnar gefur nýja innsýn í gosið

MYND/Landhelgisgæslan

Til stendur að flugvél Landhelgisgæslunnar fljúgi yfir eldstöðvarnar um hádegisbil og myndi svæðið með innrauðri tækni, til að meta breytingar á landslaginu.

Nýja vélin, sem er búin fullkominni tækni til að muynda meðal annars jarðlög, hefur af og til myndað svæðið að undanförnu, sem kemur sér vel núna til samanburðarrannsókna.

Hægt var að mynda gosið í myrkri í gærkvöldi með innrauðri myndavél, sem sýndi gosið mjög skýrt. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að fylgjast með eldsumbrotum með þessari tækni hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×