Erlent

Berlusconi hlær að Wikileaks

Óli Tynes skrifar
Sylvio Berlusconi tekur ummæli á Wikileaks ekki nærri sér.
Sylvio Berlusconi tekur ummæli á Wikileaks ekki nærri sér.

Þótt ýmsir ráðamenn víðsvegar um heiminn séu sármóðgaðir vegna ummæla um sig í diplomatapóstum sem Wikileaks hefur birt á það ekki við um forsætisráðherra Ítalíu. Berlusconi er í póstum sagður duglítill glaumgosi sem djammi svo mikið að hann fái ekki nóga hvíld.

Ítalska fréttastofan Ansa segir að Berlusconi hafi hlegið dátt þegar hann las þessa lýsingu á sér. Í öðrum umsögnum um ítalska forsætisráðherrann er hann sagður í óþægilega nánum tengslum við Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands. Þeir skiptist á dýrum gjöfum og Berlusconi sé nánast málpípa Rússans í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×