Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu verður framseldur í janúar

Sanader var forsætisráðherra Króatía frá 2003-2009.
Sanader var forsætisráðherra Króatía frá 2003-2009. Mynd/AFP

Dómstólar í Austurríki hafa komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu þurfi að dvelja í fangelsi þar í landi þangað til hann verður framseldur til Króatíu í lok janúar.

Ivo Sanader flúði frá Króatíu fyrr í mánuðinum skömmu eftir að króatíska þingið hafði numið úr gildi friðhelgi hans og í framhaldinu var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Sanader var handtekinn degi síðar í Austurríki. Hann fullyrðir að ásakanir á hendur honum séu pólitísks eðlis og neitar ásökunum um spillingu. Sanader var forsætisráðherra Króatía frá 2003-2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×